Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Lýsing Markúsar prests Árnasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar fyrir atvist og fylgi að vígi Páls heitins Jónssonar.
Sæmundur Þorsteinsson kaupir af Þórálfi Eilífssyni og Helgu Kolbeinsdóttur jörðina Sigluvík, en geldur aftur Þórálfi jarðirnar Tungu í Bárðardal og Öxará og nokkurt lausafé að auki.
Tveir ódagsettir vitnisburðir um landareignina Krossavík í Vopnafirði.
Útdráttur úr dómsbréfi um samþykkt þriggja dóma þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að greiða Daða Bjarnarsyni 24 hundraða jörð en synir hennar, Björn og Halldór Þorvaldssynir, eiga að fá móður sinni aðra jörð jafngóða, nema þeim semji öðruvísi.
Vitnisburður tveggja manna um að Kirkjuból í Skutulsfirði eigi skóg í Tungulandi innan tiltekinna landamerkja.
Loptur Guttormsson og þrír menn aðrir transskríbera testamentisbréf Haldórs prests Loptssonar.
Hafliði ívarsson fær Birni þorleifssyni til fullrar sóknar og eptirkæru alla þá peninga, sem Haíliða höfðu fallið eptir ívar föður sinn, og Einar Bessason hafði að sér tekið; var þar í jörðin Auðólfsstaðir; skildi Björn sér þessa peninga hálfa til eignar, en hálfa Auðólfsstaði til lausnar.
Vitnisburður að Einar Þórólfsson játaði að hann hefði í umboði Diðriks Pínings tekið tveim lestum skreiðar af Þorleifi Björnssyni í skuldir Solveigar Þorleifsdóttur til konungs og fyrir þá skreið hefði Solveig fengið Þorleifi hálfar Akureyjar til fullrar eignar.
Stefán Gunnlaugsson selur Einari Bjarnarsyni alla jörðina Ytra-Dal í Eyjafirði fyrir jarðirnar Stokkahlaðnir og Merkigil í Eyjafirði. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað.
Dómur sex presta útnefndir af séra Marteini Þjóðólfssyni um skuldaskipti séra Þorsteins Jónssonar á Grenjaðarstað og séra Bjarna Þorgrímssonar.
Eggert Jónsson afhendir Birni Magnússyni hálfan Botn í Patreksfirði gegn loforði um Bakka í Geiradal.
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.
Jón biskup skalli úrskurðar þá parta í Hafnarlöndum, er Kolbeinn bóndi Benediktsson gaf klaustrinu á Þingeyrum, æfinliga eign þess.
Arnfinnurr Jónsson selr Arnóri Finnssyni jörðina Höskuldsstaði í Laxárdal fyrir Mýrar í Miðfirði, er Arnór lét með samþykki Helenar Jónsdóttur konu sinnar, og þar til ellefu hundruð í þarflegum peningum, en Arnór skyldi eiga lausn á Mýrum
Kaupmalabref Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Kristinar Gottskalkssdóttur.
Afsals- og kvittunarbréf Jóns Illugasonar til Páls Guðbrandssonar fyrir tíu hundruðum í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn.
Transskiptið er í DI V, nr. 456. Efni transskiberaða bréfsins er í DI V, nr. 403: Styr Snorrason leggr Þórði Erlingssyni, dóttursyni sínum, til leyfis að hafa sjálfr eignarumboð á peningum sínum og annara systkina sinna, til þess, er hann er tvítugr eða giptr.
Vitnisburður Einars Magnússonar að hann hafi verið á alþingi þegar herra Guðbrandur Þorláksson og Jón Pálmason höfðu klögum saman um jörðina Ósland, hafi þá Jón Pálmason borið fram í dóm bréf með þremur innsiglum, og hafi þau ekki komið saman við innsigli sömu manna undir öðrum bréfum, en einkum vottar hann um innsigli Tuma Þorsteinssonar, segir hann að mönnum hafi fyrir þá sök litist bréfið ónýtt vera.