Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
parchment
Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tugi hundraða.
Máldagi Maríukirkju á Höskuldstöðum, þá er Pétur biskup Nikulásson vígði kirkjuna.
Þorbjörg Snæbjarnardóttir kvittar Finnboga Jónsson um alla þá peninga, er hún átti að Finnboga.
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Dómsbréf um eignarrétt á Auðnum á Barðaströnd.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir dóm Eggerts Hannessonar um Ólaf Gunnarsson (sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LI, 9).
Halldóra Helgadóttir selur Þórði Helgasyni bróður sínum þann part í jörðinni Staðarfelli á Meðalfellsströnd sem hún átti en Þórður gefur í mót jörðina Hellu í Staðarfellsþingum, að frá skildri selveiði, og kvittar Halldóra hann fyrir andvirðinu.
Árni Jónsson á Bjargi i Miðfirði vottar um það, að Sigmundr prestr Steindórsson hafi kjörið Bergljótu dóttur sína málakonu í garð Guðmundar Ólafssonar, þegar kaup þeirra tókust, og að Guðmundr hafi sett Bergljótu hálfa Reyki í Miðfirði í mála hennar.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Dómur sex manna um ágreining séra Brynjólfs Árnasonar og Einars Helgasonar um landamerki milli Hóls og Hvamms í Svartárdal. Dómurinn er útnefndur af Jóni Einarssyni löglegum umboðsmanni Jóns Jónssonar lögmanns. Þrætan er dæmd til skoðunar Jóns lögmanns á næsta Bólstaðarhlíðarþingi.
Steinþór Sölvason fær Einari Oddssyni, ineð samþykki Oddfríðar Gísladóttur konu sinnar, til fullrar eignar tuttugu hundruð í jörðunni Hofi í Vatnsdal, en Einar geldr Steinþóri Fjós í Svartárdal og níu hundruð að auki.
Þjóðólfur Þorvaldsson kvittar Jón Bergsson fyrir andvirði Neðstabæjar í Norðurárdal í Höskuldstaðaþingum.
Vitnisburður Teits Magnússonar handfestur Halldóri Hákonarsyni um erfðaskipti á Hjarðardal hinum ytri í Önundarfirði milli barna Magnúsar Hallssonar.
Sjá færslu við XXXV, 1.
Erlendur prestur Þórðarson selur konu sinni Guðfinnu Arnfinnsdóttur Víðidalsá.
Sigmundur prestr Steinþórsson kvittar Ólaf Filippusson um allan hugmóð, orð eða atvik í þann tíð, er Smiður Jónsson í hel sló Ásgrím Sigmundsson i kirkjugarðinum í Víðidalstungu (1483), og gefur hann Ólafi einga sök þar á, því að hann var þar í eingri atvist.
Heimstefnudómur Jóns lögmanns Sigurðssonar um þrætureit milli Hóls og Hvamms í Svartárdal.