Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Testamentisbréf Benedikts Kolbeinssonar.
Teitur Þórðarson stefnir Hannesi Einarssyni og Pétri Jónssyni fyrir að hafa ólöglega flutt ómagann Margréti heitna Ormsdóttur á heimili sitt eftir að dómur var genginn um heimilisfesti ómagans. Teitur krefst af þeim alls kostnaðar við uppihald ómagans.
Henrik Kepken, umboðsmaðr Kristjáns konungs hins fyrsta. kvittar Björn Þorleifsson hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi fyrir hálfu öðru hundraði nóbila og þrettán betur, er Björn geldur sem fyrsta sal upp í eignir Guðinundar Arasonar.
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi biskupi Þorlákssynir á Flugumýri í Skagafirði á almennilegum prestafundi dæma séra Jón Gottskálksson af öllu prestlegu embætti þar til hann gengur til hlýðni og löglega gerir sína æru klára.
Samningur Lýtings bónda Húnljótssonar, eiganda Akra, og Gunnsteins abóta á Þingeyrum um að Þingeyrar eigi alla fiskveiði í Húnavatni frá vaði til Brandaness, en Lýtingr frá vaði út á mitt vatn fyrir sínu landi.
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd og kvittar hann um andvirði hennar.
Séra Guðmundur Jónsson selur í umboði séra Steinmóðar Þorsteinssonar Hákoni bónda í Hvammi í Eyjafirði jörðina Varðgjá.
Jón Ólafsson lýsir því að hann hafi verið viðstaddur á Espihóli í Eyjafirði á hvítasunnu 1553 þegar Jón Oddsson festi Hallóttu Magnúsdóttur sér til eiginkonu með samþykki Einars heitins Brynjólfssonar, sem þá var hennar giftingarmaður (lögráðamaður).
Vitnisburður um nokkur líkindi til samræðis milli Bjarna Óttarssonar og Valgerðar Guðmundardóttir.
Vitnisburður Grímu Skaftadóttur um landamerki Dragháls.
Vitnisburðarbréf um lýsing Gríms Pálssonar, á hvern hátt hann gengi af Möðruvöllum í Eyjafirði, er Gottskálk biskup vildi fá hann til að játa þeim eignum undan sér.
Narfi príor á Skriðuklaustri kvittar Vigfús bónda Erlendsson um andvirði jarðarinnar Yztaskála undir Eyjafjöllum.
Guðrún Björnsdóttir yngri gefur frænda sinn Eggert Hannesson kvittan fyrir andvirði jarðarinnar Tungu í Valþjófsdal.
Tveir tvíblöðungar. Sá fyrri inniheldur tvö atriði sitt á hvoru blaði: α. Vitnisburður Jóns Björnssonar um landamerki milli Harastaða og Klömbur í Vesturhópi eftir lýsingu herra Ólafs Hjaltasonar, 1595. β. Bréf Jóns Björnssonar til sr. Arngríms (Jónssonar) þar sem hann segist hafa sent honum skrif um Kárastaði og vitnisburðinn í α, 2. apríl 1595. Síðari tvíblöðungurinn er nokkuð skemmdur en efni hans virðist vera: γ. Skipti á milli sjö dætra Jóns heitins Björnssonar.
Vitnisburður um landamerki milli Sölvholts, Hróarsholts og Smjördæla.
Vitnisburður Magnúsar Jónssonar um gerð kaupmála Ívars sálugs Jónssonar og Þórunnar Ólafsdóttur.
Árni Þorsteinsson selr Magnúsi Þorkelssyni svo mörg hundruð, sem hann átti í jörðunni Grenivík, með samþykki Þorbjargar Eyjólfsdóttur konu sinnar, fyrir Hæringsstaði í Svarfaðardal, en Magnús skyldi gefa í milli tíu kúgildi og tuttugu og sex fjórðunga smjörs.
Margrét Ólafsdóttir (Loftssonar) gefur Jón Ólafsson bróður sinn kvittan um allan föðurarf sinn og umboð allra sinna peninga.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXX, 7.
Afrit eftir AM Dipl. Isl. Fasc. LVII, 8–9.
Ragnheiðar Eggertsdóttur gerir sátt við séra Magnús Jónsson og fyrirgefur honum þau brigslyrði sem hann hefur haft um hana og hennar fjölskyldu.
Vitnisburður Þorláks Auðunarsonar um skóginn Botnsdal í Tungulandi í Skutilsfirði, sem er eign Kirkjubólskirkju.