Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Salómon Einarsson fær hústrú Ólöfu Loftsdóttur fullkomið umboð um næstu þrenna tólf mánuði á öllum þeim peningum er hann átti hjá Einari Oddssyni og Salómon hafði til erfða fallið eftir Sumarliða heitinn Guðmundsson móðurföður sinn og skyldi hún vera þeirra réttur sóknari, en hún skyldi fá Salómoni jörðina Hjarðarholt.
Kaupmálabréf Einars Jónssonar og Sigríðar Einarsdóttur.
Vitnisburður Bjarna Gunnarssonar um að Kirkjuból í Skutulsfirði eigi skóg í Tungulandi innan tiltekinna landamerkja.
Guðmundur Steinsson staðfestir að hann hafi heyrt Magnús Jónsson oft og tíðum lýsa því að Elín Magnúsdóttir, dóttir hans, skyldi eignast jörðina Þóroddsstaði.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Sigurði Árnasyni Neðra-Skarð í Leirársveit og Ás í Melasveit fyrir Hvalnes í Lóni og hálfa Þórisstaði í Ölfusi.
Vigfús hirðstjóri Erlendsson veitir Þorsteini Finnbogasyni sýslu á milli Vargjár og Úlfdalafjalla.
Jón Björnsson (danr) gefr Erlingi .Jónssyni tuttugn hundruð í þjónustulaun til kvonarmundar og setr honum „Okinsdalinn“ í Arnarfirði „til panta“ fyrir gjöfinni, og þó að hann þurfi rneiri peninga með, skal hann þó ekki missa góða konu fyrir fjóratigi hnndraða úr garði Jóns.
Vitnisburður tveggja manna, að Þorleifr Björnsson hafi lesið „lögþingi“ í fyrra bréf Jóns Smjörs frá 17. Júní 1482 (Nr. 398) um viðskipti Eyjólfs Einarssonar og séra Jóns Snorrasonar, og hafi eingir eptir það viijað ganga dóma Eyjólfs, og Magnús biskup talaði svo, að hann skyldi aldrei halda hann fyrir lögmann yfir sér né sínum mönnum meðan svo stæði.
Kaupmálabréf Einars Oddssonar og Ásu Egilsdóttur.
Samningur þeirra Jóns Sigmundssonar og Runólfs Höskuldssonar um Ásskóg, er Jón eignaði jörðunni Vindheimum á Þelamörk.
Vitnisburður Sigmundar Jónssonar um að Birgit Jónsdóttir hefði lýst því yfir að hún hefði gefið syni sínum, síra Pantaleóni, jörðina Nes í Grunnavíkurkirkjusókn til framfæris sér.
Tylftardómur útnefndur af Finnboga Jónssyni, umboðsmanni konungs í Þingeyjarþingi, um vopnaviðskipti þeirra Hrafns Brandssonar og Magnúsar Þorkelssonar.
Þorsteinn lögmaðr Ólafsson staðfestir alþingisdóm frá 29. Júní 1423 (Nr. 368) um Skarð á Landi, að það skuli vera erfðaeign Guðrúnar Sæmundardóttur.
Transskrift af kvittunarbréfi konungs og Otta Stígssonar til Jóns Björnssonar fyrir legorðssök. 1. (DI XI, nr. 333) Kkistján konungr III. kvittar Jón Björnsson af legorði með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með og getið barn við. 2. (DI XI, nr. 395) Otti hirðstjóri Stigsson kvittar Jón Björnsson af öllu sakfelli til konungs fyrir brot hans með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með, en Pétr Einarsson hefir Jóns vegna goldið i hendr hirðstjóra 15 hundruð fiska.
Jón ábóti í Þykkvabæ, síra Þorkell Guðbjartsson og fjórir menn aðrir meta stað og kirkju á Grenjaðarstöðum eftir tilnefning Jóns prests Pálssonar.
Útdráttur úr AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 12.
Afrit af uppskrift af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar.
Tylftardómur útnefndur af Eggert Hannessyni kongs umboðsmanni í Þorskafjarðarþingi, um áverka Ólafs Gunnarssonar við Brynjólf Sigurðsson.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).