Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Dómur klerka útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Gljúfrár um kærur Björns Þorleifssonar til Ögmundar Tyrfingssonar út af arfi eftir Pétur Jónsson.
Kaupmálabréf Andrésar Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur.
Vitnisburður, að Einar Einarsson hafi slegið Einar Oddsson föður sinn liggjandi í sænginni og hrækt i andlit honum, og aldrei hafi þeir um það sæzt, og aldrei sagðist Einar Oddsson gefa Einari syni sínum jörðina Arnbjargarlæk, nema hann færi að sínum ráðum.
Eitt bréf af nokkrum vegna sætta Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annarri Vigfúsar Erlendssonar lögmanns og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og sér í lagi um réttarbót Hákonar konungs, sem þeim hafði mest á millum borið, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10 (DI VIII nr. 147).
Vitnisburður um landamerki milli Sölvholts, Hróarsholts og Smjördæla.
Elín Jónsdóttir sver fyrir alla menn, utan bónda sinn, Magnús Jónsson.
Afrit tveggja bréfa sem tengjast Teiti Gunnlaugssyni. 1. Alþingisdómur tólf manna útnefndur af Birni Þorleifssyni hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi, að Teitur Gunnlaugsson sé skyldur að hylla Kristján konung hinn fyrsta, en laus við Eirík konung (af Pommern). 2. Kvittunarbréf Björns Þorleifssonar hirðstjóra til Teits Gunnlaugssonar um sakir hans við Kristján konung hinn fyrsta.
Vitnisburður um landamerki Móskóga í Fljótum.
Gunnar Gíslason selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði og Borgargerði í Skagafirði með sama skilmála og Brandur Ormsson og kona hans Hallótta Þorleifsdóttir hefðu þær áður selt Gunnari (sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 27).
Vitnisburður Magnúsar Jónssonar um gerð kaupmála Ívars sálugs Jónssonar og Þórunnar Ólafsdóttur.
Gottskálk biskup á Hólum og administrator heilagrar Skálholtskirkju veitir hverjum þeim fjörutíu daga aflát, er með góðfýsi sækja til kirkju heilags Ólafs kongs í Vatnsfirði á tilgreindum helgidögum eða leggi kirkjunni lið, og svo fyrir ýmsa aðra guðrækni.
Transskript af kaupmálabréfi Hallvarðs Ámundasonar og Valgerðar Keneksdóttur frá 31. mars 1467 (DI V, nr. 420). Kaupmálabréf þeirra Hallvarðs Ámundssonar og Valgerðar Keneksdóttur, frændkonu Olafs biskups Rögnvaldssonar, en kaupmálinn fór fram á Hólum 23. Nóv. 1466.
Kæi van Aneffelde hirðstjóri gefur Birni Þorleifssyni frið og félegan dag til næsta Öxarárþings, utan lands og innan, um atvist að vígi Páls Jónssonar (1496), þar til hann eða umboðsmenn hans komast á konungs fund (DI VII:701).
Maqnús Benediktsson fær Þorleifl Björnssyni til fullrar eignar þá peninga, jörð og kúgildi til eptirkæru, sem Torfi Arason lofaði Magnúsi fyrir jörðina Ingveldarstaði á Reykjaströnd.
Skúli Loftsson gefur Guðna Jónssyni fullkomið umboð yfir öllum sínum peningum á Vestfjörðum.
Skilmálar fyrir aflausn Björns Guðnasonar.
Ormur Sturluson lögmaður úrskurðar hálft Svignaskarð og hálft Sigmundarnes rétta eign Henriks Gerkens. Stórahóli, 25. ágúst 1568.
Margrét Ólafsdóttir (Loftssonar) gefur Jón Ólafsson bróður sinn kvittan um allan föðurarf sinn og umboð allra sinna peninga.
Vitnisburður Kolla Vigfússonar og Ara Eiríkssonar að jörðin Dálksstaðir á Svalbarðsströnd hafi aldrei verið ákærð af Jóni þistli, Björgu konu hans né Þórnýju dóttur þeirra, og hafi jörðin eigi verið ákærð fyrr en Ólafur Halldórsson ákærði.
Jörðin Meyjarhóll dæmd síra Sigurði Jónssyni til eignar í deilu hans við Jón Filipusson.
Björn Einarsson Jórsalafari selur Árna Einarssyni ýmsar jarðir í Rangárþingi fyrir jarðir í Húnavatnsþingi.
Magnúsi Björnssyni dæmdur reki fyrir Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Máldagi Jóns kirkju skírara í Víðidalstungu, er Pétur biskup setti Nikulásson.
Dómur níu presta og þriggja djákna útnefndur af séra Sveinbirni Þórðarsyni officialis Hólabiskupsdæmis um ákæru séra Jóns Broddasonar officialis sama biskupsdæmis og ráðsmanns heilagrar Hólakirkju til Þórhalls Þorvaldssonar er verið hafði með séra Sigmundi Steinþórssyni og hans fylgjurum að Miklabæjarrán.
Ólafur bóndi Jónsson selur Guðmundi presti Þorsteinssyni jörðina Bessastaði í Fljótsdal fyrir Torfastaði í Vopnafirði með tilgreindum landamerkjum.
Guðmundur Húnröðsson selur Finnboga Jónssyni með samþykki Guðnýjar Snæbjarnardóttur, konu sinnar, þau sjö hundruð í jörðu er Guðný átti undir Finnboga og Þorgerður Magnúsdóttir móðir hennar hafði gefið henni.