Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Margrét Ólafsdóttir (Loftssonar) gefur Jón Ólafsson bróður sinn kvittan um allan föðurarf sinn og umboð allra sinna peninga.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 12.
Skólastika Magnúsdóttir og Einar Grímsson gefa Magnús
Þorkelsson kvittan um allar þær sakir, er þau máttu til
hans tala og hans manna, en Magnús kvittar þau í mót af
öllum sökum, að luktum þeim tveim hundruðum, er Einar
varð honum skyldugur.
Vitnisburður, gerður á Marðarnúpi í Vatnsdal, um kaupmála Þorvarðs Bjarnasonar og Ingibjargar Ormsdóttur.
Kaupmálinn sjálfur gerður á Auðkúlustöðum í Svínadal.
Vinstri helmingur dómsbréfs klerka um barsmíð Jóns Sigmundssonar á tilgreindum klerki.
Dómr klerka útnefndr á prestastefnu af Gottskalki biskupi á Hólum um barsmíð Jóns Sigmundssonar á Ólafi presti Guðmundssyni (Beggu-Láfa), og dæma þeir Jón í bann og kunnan og sannan að mörgum falsbréfum.
Skinnrolla með tveimur bréfum:
Efst: Ákærur Þorbjarnar Flóventssonar til Björns Árnasonar. (DI VII, nr. 224)
Neðar: Skrá um peningaskipti Björns Guðnasonar og Guðna föður hans. (DI VII, nr. 223)
Hans Dana og Norðmanna konungr gefur Birni Þorleifssyni landsvistar og griðabréf um atvist hans með Eiriki Halldórssyni að vígi Páls Jónssonar (1496).
Tveir menn votta, að Þórður Magnússon hafi selt Steingrími Ísleifssyni jörðina Helluvað við Mývatn fyrir tólf hundruð og kvitti Steingrím með öllu fyrir andvirði hennar. (e. DI).
Rusticus Sigmundsson og Þorleifur Gunnason vitna meðkenning gefna Steingrími Ísleifssyni fyrir Helluvaðs andvirði við Mývatn. Möðruvöllum í Eyjafirði. (e. AM 479).
Tólf menn votta, að Einar prestur Þorvarðsson hafi ættleitt
börn sín Magnús, Arngrím og Guðrúnu til alls fjár eptir sig,
fengins og ófengins, og skyldu öll taka jafnmikið.
Vígslu- og aflátsbréf Fellskirkju í Kollafirði útgefið af Stefáni biskupi í Skálholti.
Vitnisburður um landamerki Hóls í Svartárdal.
Meðkenning Jóns Finnbogasonar að hann hafi í leyfi séra Gísla Brynjólfssonar haft brúkun vestur yfir Svartá í Hólsjörð og goldið fyrir 20 álna leigu á ári.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra bræðra Þorleifs og Einars Björnssonar um „þann gamla reikningsskap, sem greindr
Einar var skyldugr síns föður vegna vorum náðuga herra
konunginn í Noregi“.
Falsbréf ritað á uppskafning. Jón prestur Broddason kvittar Kolla bónda Magnússyni fyrir að hafa goldið hálfa Skálá með tilgreindum hlunnindum í próventu Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju sinnar.
Ari Guðmundsson gefur Oddfríði dóttur sinni til kaups við Halldór Jónsson hálfan Valþjófsdal fyrir sextigi hundraða, en seldi honum hálfan og tekur fyrir jörðina Álfadal og á Vífilsmýrum; gerir hann þetta með samþykki Guðmundar sonar síns, og kvittar Halldór fyrir andvirðinu.
Solveig Þorleifsdóttir selur Sveini Guðmundssyni jörðina Hamra í Tungusveit og kvittar hann um andvirðið.
Vitnisburður Jóns Halldórssonar um fráfall Solveigar Björnsdóttur og fólks hennar í sóttinni miklu.
Ólafur Diðreksson hirðstjóri staðfestir þau skilríki og úrskurði er Björn Guðnason hafi fyrir jörðinni Eyri í Seyðisfirði og Breiðdal í Önundarfirði og fleiri jörðum er Stephán biskup hafði skipað af Birni og bannar öllum, sérstaklega Jóni Jónssyni, að hindra Björn hér um og skyldar alla honum til styrks, kvittar Björn um sýslugjöld og bannar verzlun við enska duggara.
Tylftardómur, er dæmir gilda konungsveiting á Munkaþverárklaustri til handa Ormi lögmanni Sturlusyni.
Transskipt af hluta af máldaga Þingeyraklausturs 1525.
Úrskurðarbréf Jóns lögmanns Sigmundssonar um það hver væri réttur eigandi að jörðinni
Nesi í Grunnavík.
Björn Bjarnason meðkennir með eigin handskrift að hann hafi selt séra Halldóri Teitssyni jörðina Sviðnur á Breiðafirði.
Hallvarðr Ámundsson selr Skúla bónda Loptssyni, með samþykki Valgerðar Keneksdóttur konu sinnar, jörðina í Tungu
í Núpsdal fyrir þrjátigi hundraða í voðum og smíðuðu silfri.
Þórunn Jónsdóttir selur bróður sínum séraSigurði Jónssyni jörðina Grund í Eyjafirði. Rekum á Tjörnesi sem Grund á tilkall til er lýst. Í staðinn fær Sigurður Þórunni jarðirnar Grýtubakka, Grenivík, Hlýskóga, Hvamm og Jarlstaði í Höfðahverfi og Lauga hina stærri í Reykjadal. Þórunn setur það skilyrði að hún megi áfram búa á Grund eins lengi og hún vill. Gjörninginn samþykkja Helga Jónsdóttir og synir hennar, Sigurður og Ísleifur yngri, og Halldóra, dóttir séra Sigurðar.
Vitnisburður Óla Bjarnasonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Gottskálk Magnússon kaupir af hjónunum Árna Gíslasyni og Kristínu Einarsdóttur tíu hundruð í jörðinni Kimbastöðum fyrir lausafé.
Vitnisburður Halldórs Þorsteinssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Helga Jónsdóttir lýsir því að hún hafi gefið Björgu Kráksdóttur, dóttur sinni, hálfa jörðina Torfalæk.
Kaupmáli Hrólfs Bjarnasonar og Ingibjargar Bjarnadóttur.
Gjafabréf fyrir 10 hundr. í Stóru-Reykjum í Flókadal.
Kristján konungur annar staðfestir dóma Jóns lögmanns Sigmundssonar þar sem Birni Guðnasyni og samörfum hans eru dæmd til æfinlegrar eignar öll fé föst og laus, sem fallið hafa eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,11.
Þórarinn Skálholtsbiskup staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis (um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju), sem og máldaga kirkjunnar.
Finnur Jónsson kaupir Hjalla í Þorskafirði af Birni Jónssyni, bróður sínum.
Page 99 of 149
















































