Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Halldóra abbadís og konventusystur í Kirkjubæjarklaustri lýsa því, að þeim hafi, úr því Goðsvin Comhaer Skálholtsbiskup hafi lagt frjálsa kosning í þeirra skaut, komið saman um að leggja heldur frá klaustrinu árlega eitt hundrað til Reynistaðarklausturs í kost systur Margétar Þorbergsdóttur, en að taka hana til Kirkjubæjar og fá lagt árlega hundrað frá Reynistaðarklaustri.
Vitnisburður um landamerki Þórðarstaða í Fnjóskadal.
Sveinn Jónsson prestur selur í umboði klaustursins í Kirkjubæ Bárði Auðunarsyni ábóta í Þykkvabæ hálfa jörðina Eystri-Ása í Skaftártungu fyrir allan þann skóg, er síðastnefnt klaustur átti í Brandalandi, og eru ummerki hans tilgreind.
Sigurður Sigurðsson prófastur skoðar reikningsskap kirkjunnar á Ingjaldshóli.
Ketill Teitsson kvittar Einar Ísleifsson ábóta á Munkaþverá fyrir níu hundruðum, sem er andvirði fyrir tiltölu þá, er Ketill átti til Skóga í Axarfirði.
Auðunn Þorbergsson Hólabiskup staðfestir stofnunarskrá Jörundar Þorsteinssonar Hólabiskups fyrir klaustrinu á Stað í Reyninesi frá 1295 (DI II, nr. 159).
Þrír prestar votta, að Bjarni Ólason hafi í návist Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups játað það, að hann hafi legið átta sinnum eða oftar með Randíði Bjarnadóttur dóttur sinni, þá er hún var 15 vetra, og að hann beiddist enn að nýju náðar og miskunnar af Ólafi biskupi.
Vitnisburður, að þeir bræður Halldór Brandsson, Hrafn Brandsson og Snjólfur Brandsson gengu í borgan við Rögnu Hrafnsdóttur móður sína að svara kirkjugóssum á Barði vegna Brands Halldórssonar föður þeirra, eftir því sem á hvers þeirra hlut kæmi á móts við systur sínar.
Vitnisburðarbréf, að Magnús Þorgrímsson djákni og Una Þorgrímsdóttir systir hans hafi samþykkt allan skilmála Magnúsar Jónssonar og Margrétar Finnbjarnardóttur móður þeirra um jörðina Skóga í Öxarfirði.
Vitnisburður þriggja manna um samning þeirra Magnúsar Þorkelssonar, vegna Kristínar Eyjólfsdóttur, konu sinnar, og Guðrúnar Gunnlaugsdóttur um arf eftir Eyjólf Arnfinnsson heitinn.
Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi og heilagri Hólakirkju jörðina Býjasker á Rosmhvalanesi fyrir fjóra tugi hundraða í lausafé.
1) Guðmundur Skúlason prestur selur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi og heilagri Hólakirkju jörðina Býjasker á Rosmhvalanesi fyrir fjóra tugi hundraða í lausafé. 22. ágúst 1488. 2) Transskriftarbréf fjögurra manna. 6. ágúst 1489.
Vitnisburður Erlends Ólafssonar um afhending Merkigils.
Runólfur Guðmundsson selur Símoni Pálssyni jörðina Skinnþúfu fyrir 20 hundruð í lausafé.
Alþingisdómur útnefndur af Finnboga Jónssyni lögmanni um skilríki hans fyrir Ásgeirsám, Lækjamóti og Strandajörðum (þ.e. Krossnes, Melar, Norðfjörður og Seljanes).
Staðarbréf útgefið af Jóni Arasyni Hólabiskupi handa Ólafi Hjaltasyni presti fyrir Laufási.
Vitnisburður að Torfi Jónsson heitinn í Klofa, sem þá (1504) hafði kóngs umboð á Rangárvöllum, tók þann eið af Þorsteini Magnússyni, að Einar Björnsson heitinn hefði fengið Halldóru Guðmundsdóttur jörðina Þorkelshvol til ævinlegrar eignar.
Finnbogi Jónsson lögmaður heimilar Guðmundi Jónssyni jörðina Þorbjargarstaði til fullrar eignar, og kvittar hann um andvirði hennar.
Dómur tólf presta útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um ákæru biskups til séra Einars Benediktssonar, að hann hefði ekki haldið sína lofan og hlýðni eftir því sem hans bréf þar um gert útvísar, þá er biskupinn unnti honum Grenjaðarstað (sjá DI V, nr. 549).
Tylftardómur klerka útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um alla þá, er gera hjúskap í meinbugum.
Vitnisburður Gottskálks Nikulássonar prests, að hann hafi útvegað landvistarbréf fyrir Jón Ásgeirsson 1492 um víg Guðmundar Þorsteinssonar, þó að hann gæti ekki náð því fyrir forfalla sakir.
Jörundur Þorsteinsson Hólabiskup setur systraklaustur að Stað í Reyninesi og skipar ýmsar jarðir til klaustursins.
Skrá um reka þá sem Hólakirkja í Hjaltadal á í Ólafsfirði. 1374
Vottfest afskrift séra Illuga Guðmundssonar og séra Jóns Krákssonar af rekaskránni, 12. mars 1556
Jón Þórðarson prestur fær Halldóri Loftssyni presti jörðina Grísará og hálft Nýlendi til fullrar eignar, 7. september 1400.
Þorkell Þorkelsson og Ólafur Ófeigsson sáu og lásu ofangreint bréf sem þeir eigna Árna Einarssyni, 7. júlí 1461
Próf og úrskurður Egils Eyjólfssonar Hólabiskups um landamerki milli Þverár í Skagafirði, Eyvindarholts, Brekkna og Selshaga og gerir hann Rafni Jónssyni fjárútlát til Hólakirkju fyrir ólöglegan ágang á staðarins jarðir.
Ormur Ásláksson Hólabiskup kaupir af Stefáni ábóta á Munkaþverá hálfa jörðina Miklagarð í Eyjafirði með öllum hlunnindum og votta það fjórir prestar.
1) Reikningur um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar, að mestu um Rangárvöllu. 1497 2) Skrá um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar um Rangárvöllu. 1497 3) Skrá um nokkurn útlendan varnað er séra Einar Snorrason afhenti Stefáni Jónssyni biskupi. 1497 4) Bréf Stefáns Jónssonar biskups til ónafngreinds frænda Lénarðs fógeta um gjöld og aflausn og kirkjuleg fyrir soddan síbrotamann sem Lénarður var. 1502
1) Dómur Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups og tólf presta um hald Þórunnar Finnbogadóttur á jörðunni Valþjófsstöðum í Núpasveit, er biskupinn reiknaði eign Hólakirkju í Hjaltadal. 13. júlí 1464. 2) Transskriftarbréf fjögurra manna. 4. mars 1466.
Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup og administrator heilagrar Hóladómkirkju fær Pétri Pálssyni presti jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd til fullrar eignar og kvittar hann um andvirðið.
Sumarliði Þorsteinsson kvittar Benedikt Brynjólfsson fyrir verði jarðarinnar Sauðár.
Oddbjörg abbadís á Reynistað felst á, með samþykki allra konventusystra og klausturráðsmanns, að Narfi Sveinsson ljúki klaustrinu á Stað 30 hundraða, sem eftir stóðu af þeim 40 hundruðum er Örnólfur bóndi lagði með Ingibjörgu dóttur sinni til klaustursins.
Goðsvin Comhaer Skálholtsbiskup og umboðsmaður heilagrar Hólakirkju skipar samkvæmt kosning konventunnar Þóru til abbadísar í Reynistaðarklaustri, sem hafði áður verið abbadísarlaust um mörg ár síðan Ingibjörg abbadís dó, og sömuleiðis veitir hann undanþágu með Þóru um eitt ár um aldur hennar, sem eigi var lögboðinn.
Einar Árnason sýslumaður í Þingeyjarþingi vottar, að Þorsteinn Oddsson hafi fyrir tveim árum svarið fyrir sér fullan bókareið, að hann hafi verið í Reykjahlíð fyrir tíu vetrum (1444), að Þorsteinn Einarsson festi Björgu Guðmundsdóttur sér til eiginkonu eftir guðs lögum.
Summa uppá gamla og nýja máldaga og eignir kirkjunnar í Stafholti í Stafholtstungum staðfest af biskupunum síðan sá fyrsti var settur.
Kaupmálabréf Hallvarðs Eiríkssonar og Þorgerðar Jónsdóttur.
Ásbjörn ábóti að Þingeyrum selur Einari Bessasyni bónda jörð klaustursins Ytri-Ey á Skagaströnd fyrir hálfan þriðja tug hundraða í lausafé, en komi brigður á jörðina þá á lausaféð að ganga til klaustursins í próventu Einars með öðru því, er hann vill meira gefa.
Dómur átján presta, útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi, um ákæru biskups til þeirra bræðra Hrafns Brandssonar, Halldórs Brandssonar og Snjólfs Brandssonar um kirkjugóssin á Barði í Fljótum (Barðsdómur hinn fyrri).
Vilkinsmáldagi, Garða- og Bessastaðakirkjur 1397. Pappírsafskrift gerð eftir Vilkinsmáldaga 1591 í Skálholti.
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup selur Þorsteini Bessasyni jörðina Steinnýjarstaði á Skagaströnd fyrir Laugaland í Fljótum.
Fjórir prestar vitna um prestskyldu á Grund í Eyjafirði eftir máldögum Hólakirkju.
1) Vígslumáldagi Maríukirkju á Kirkjubóli í Skutulsfirði, er Jón Halldórsson Skálholtsbiskup setti. 1333
2) Máldagi kirkjunnar á Eyri í Skutulsfirði, er Jón Halldórsson Skálholtsbiskup setti. 1. september 1333
3) Þórarinn Sigurðsson Skálholtsbiskup staðfestir máldaga kirkjunnar á Kirkjubóli þann er Jón Halldórsson Skálholtsbiskup hafði skipað 1333. 17. ágúst 1363
4) Gottskálk Keneksson Hólabiskup og administrator heilagrar Skálholtskirkju samþykkir ofangreinda máldaga og veitir aflát þeim er sæki með góðfýsi Kirkjubólskirkju í Skutulsfirði. 31. ágúst 1452
5) Oddur Einarsson Skálholtsbiskup vottar og samþykkir að allt skuli haldast sem í ofangreindum máldögum Kirkjubólskirkju stendur eftir þennan dag svo lengi sem það stríði ekki gegn guðs heilaga orði né landslögum. 1590.
Þórarna húsfreyja Arnórs frosta samþykkir sölu bónda síns á Frostastöðum til Egils Eyjólfsosnar Hólabiskups.
Dómur tólf presta útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um ákæru séra Jóns Þorvaldssonar til Sveins Oddssonar um ásetu á jörðinni Efra-Ási ótekinni.
Jón Arason Hólabiskup skipar Ólaf Hjaltason prest prófast og almennilegan dómara á milli Vantsdalsár, Vatnsskarðs og Hrauns á Skaga.
1) Máldagi Staðarfellskirkju er Gyrðir Ívarsson Skálholtsbiskup setti. 1354 2) Skrá um það, hverjar eignir Staðarfellskirkju hafi bæst síðan máldaga Gyrðis biskups. 1394 3) Sveinn Pétursson Skálholtsbiskup kvittar Þórð Helgason bónda um porcio Staðarfellskirkju um þau 16 ár, sem hann hafði haldið hana og hafði Þórður bóndi lagt henni til 16 hundraða. 7. október 1467 4) Máldaga- og reikningsskaparbréf kirkjunnar undir Staðarfelli á Meðalfellsströnd þeirra Stefáns Jónssonar Skálholtsbiskups og Þórðar Helgasonar bónda. 19. september 1492 5) Stefán Jónsson Skálholtsbiskup staðfestir máldaga og skipan prófastanna séra Þorbjarnar Ásmundssonar og séra Jóns Helgasonar um málsmjólkurtoll á Pétursmessu til Staðarfells af 20 bæjum, þar á meðal sérdeilis af Galtardalstungu. 18. október 1492 6) Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup kvittar Guðlaugu Finnbogadóttur húsfreyju undir Staðarfelli um porcio kirknanna á Staðarfelli og Sauðafelli um fjögur ár og um önnur gjöld, sem henni bar að svara fyrir kirkjur sínar. 28. ágúst 1534 7) Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup kvittar Orm Sturluson bónda um kirkjureikning á Sauðafelli og Staðarfelli og hefur Ormur lofað að vera biskupi og heilagri Skálholtskirkju til styrks og góða. 24. febrúar 1539 8) Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup kvittar Orm Sturluson bónda um kirkjureikning á Staðarfelli og á Sauðafelli. sumar 1540 9) Gissur Einarsson Skálholtsbiskup samþykkir máldaga Gyrðis Ívarssonar biskups og Stefáns Jónssonar biskups fyrir Staðarfellskirkju og kvittar Orm Sturluson um kirkjureikning þar. 30. júní 1546 10) Vottfest uppskrift tveggja manna. 30. mars 1553.
Þórður Jónsson selur Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi jörðina Borðatjörn í Höfðahverfi fyrir jörðina Garðshorn hið syðra í Svarfaðardal.
Jón Arason Hólabiskup selur Skúla Guðmundssyni bónda jarðirnar Syðri-Ey á Skagaströnd, Hvamm og Kúgastaði í Svartárdal fyrir jörðina Holtastaði í Langadal og part í Kagaðarhóli.
Pálmi Sæmundsson kvittar fyrir andvirði Lundar í Fljótum.
Page 2 of 15






































